• fös. 02. apr. 2004
  • Fræðsla

Útskrift UEFA-B þjálfara

KSÍ stendur fyrir útskrift fyrir þá þjálfara sem hafa lokið UEFA-B þjálfaragráðunni sunnudaginn 4. apríl næstkomandi klukkan 14.00 í fundarsalnum á 2. hæð Smárans í Kópavogi (Íþróttahúsið við Fífuna). Alls hljóta rúmlega 120 þjálfarar þjálfaragráðuna að þessu sinni. Við útskrift fá þjálfararnir afhent sérstakt viðurkenningarskjal og þjálfaraskírteini sem staðfesta menntun þeirra á íslensku og ensku.