Stórsigur í Egilshöll
A landslið kvenna vann í dag 5-1 stórsigur á landsliði Skota í vináttulandsleik í Egilshöll. Margrét Lára Viðarsdóttir gerði þrennu í leiknum og hefur hún nú skorað 8 mörk í 6 leikjum með A landsliðinu. Gestirnir byrjuðu af miklum krafti og tóku forystuna strax á 3. mínútu leiksins,en íslenska liðið svaraði með mörkum frá Margréti Láru á 28. mínútu og fyrirliðanum Ásthildi Helgadóttur, sem skoraði úr vítaspyrnu á 33. mínútu. Í síðari hálfleik var jafnræði með liðunum lengi vel, en sigurinn var innsiglaður með þremur mörkum á síðustu tíu mínútunum. Margrét Lára fullkomnaði þrennuna með mörkum á 84. og 87. mínútu, en Dóra Stefánsdóttir innsiglaði sigurinn með langskoti á lokamínútunni. |
Smellið á myndina til að stækka hana. |
Allir leikmenn íslenska liðsins komu við sögu í leiknum, þar á meðal þrír nýliðar, þær Nína Ósk Kristinsdóttir, Sólveig Þórarinsdóttir og markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir. |