• fim. 11. mar. 2004
  • Landslið

Ítalir koma

Eggert Magnússon, formaður KSÍ, hitti í dag formann og framkvæmdastjóra Knattspyrnusambands Ítalíu, Dr. Franco Carraro og Francesco Ghirelli, í Róm til að ræða við þá um vináttulandsleik þjóðanna. Formaður og framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Ítalíu staðfestu að landslið Ítalíu muni leika við íslenska landsliðið á Laugardalsvelli 18. ágúst í sumar, en þjálfari ítalska landsliðsins, Giovanni Trapattoni, hefur samþykkt leikinn fyrir sitt leyti. Einungis er ólokið að semja um sjónvarpsrétt vegna leiksins.

Samhliða leiknum fer einnig fram vináttulandsleikur milli U21 landsliða þjóðanna hér á landi. Þjálfari ítalska U21 liðsins, Claudio Gentile fyrrum heimsmeistari Ítala frá 1982, hefur hann mikinn áhuga á að leika á Íslandi.