• þri. 09. mar. 2004
  • Fræðsla

KSÍ-II á Egilsstöðum - Góð mæting

Haldið var KSÍ-II þjálfaranámskeið á Egilsstöðum um síðustu helgi og alls luku 24 þjálfarar af Austurlandi námskeiðinu. KSÍ hefur í auknum mæli boðið upp á þjálfaranámskeið á landsbyggðinni og þátttaka hefur verið góð.

Það voru þeir Þorlákur Árnason og Árni Ólason sem kenndu á námskeiðinu á Egilsstöðum og ríkti mikil ánægja með kennarana sem og námskeiðið í heild sinni. KSÍ-III þjálfaranámskeið verður haldið í Reykjavík um næstu helgi.

Smellið á myndina til að stækka hana.