• þri. 09. mar. 2004
  • Landslið

Fyrsti kvennalandsleikurinn var gegn Skotum

Fyrsti kvennalandsleikur Íslands í knattspyrnu var vináttuleikur A landsliðs kvenna gegn Skotum í Kilmarnock í Skotlandi 20. september 1981.

Íslenska liðið lék vel í leiknum þrátt fyrir 2-3 tap, en mörk liðsins skoruðu þær Ásta B. Gunnlaugsdóttir og Bryndís Einarsdóttir. Rósa Á. Valdimarsdóttir var fyrirliði liðsins. Þjálfari liðsins var Guðmundur Þórðarson og stýrði hann liðinu í fyrstu sjö landsleikjunum, tveimur þeirra ásamt Sigurði Hannessyni.

Nánar