• mán. 23. feb. 2004
  • Landslið

Landsliðin leika áfram í Errea

Föstudaginn 20. febrúar síðastliðinn undirritaði KSÍ samning við Errea á Ítalíu sem gildir til fjögurra ára með framlengingarákvæði til annarra fjögurra ára. Öll landslið Íslands hafa síðustu tvö ár leikið í búningum frá Errea og verður svo áfram. Nýr landsliðsbúningur verður kynntur síðar á árinu. Errea er ítalskt fyrirtæki með höfuðstöðvar í nágrenni borgarinnar Parma. Samningurinn er eins og áður sagði gerður beint við ítalska fyrirtækið, en umboðsaðili þeirra á Íslandi, Safalinn ehf., mun annast framkvæmd hans gagnvart KSÍ.

Á myndinni hér til hliðar má sjá Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóra KSÍ, ásamt fulltrúum Safalans ehf., þeim Þorvaldi Ólafssyni (fyrir miðju) og Guðmundi Pálssyni (til hægri).