Aldursflokkaskipting kvennaflokka breytist 2005
Á ársþingi KSÍ 7. febrúar síðastliðinn var samþykkt tillaga um breytta aldursflokkaskiptingu í kvennaflokkum, þannig að hún verði eins og í karlaflokkum. Tillagan var samþykkt með þeirri breytingu að hún tekur gildi árið 2005 og að stjórn KSÍ geri nauðsynlegar reglugerðarbreytingar. Aldursflokkaskiptingin verður því óbreytt í ár, en breytist fyrir keppnistímabilið 2005, sem þýðir í raun að leikmenn í kvennaflokkum færast ekki upp um flokk í haust. Fyrsta mótið á vegum KSÍ þar sem leikið verður eftir nýrri aldursflokkaskiptingu verður Íslandsmót í knattspyrnu innanhúss 2005.