Ráðstefna um konur og íþróttir
Laugardaginn 21. febrúar næstkomandi standa ÍSÍ og KHÍ fyrir ráðstefnu um konur og íþróttir sem ber yfirskriftina Stelpurnar okkar. Markmiðið með ráðstefnunni er að skoða nánar þætti sem hafa áhrif á íþróttaþátttöku stúlkna, s.s. heimilið, skólaíþróttir, íþróttafélög og fjölmiðla. Leitast er við að meta hvernig staðan er í dag og koma með hugmyndir um hvernig hægt er að gera enn betur. Ráðstefnan er ætluð öllum þeim sem koma að íþróttum og öðru tómstundastarfi almennt, s.s. þjálfurum, kennurum, iðkendum, stjórnendum, foreldrum og öllum öðrum áhugasömum.