Undankeppni HM 2006 - Leikdagar ákveðnir
Leikdagar í 8. riðli undakeppni HM voru ákveðnir á fundi á Möltu í dag. Fyrsti leikur íslenska liðsins verður gegn Búlgörum á Laugardalsvelli 4. september í haust. Liðið leikur fjóra leiki í ár og sex á næsta ári og síðasti leikurinn verður gegn Svíum ytra 12. október 2005. U21 landsliðið leikur oftast deginum á undan A liðinu nema í leikjunum gegn Króötum þegar leikirnir verða á sömu dögum.
Leikdagar A liðs undakeppni HM 2006 | Leikdagar U21 liðs undankeppni EM 2006