Undirbúningsfundur fyrir UEFA-B prófið
KSÍ hefur ákveðið að bjóða þjálfurum upp á undirbúningsfund fyrir UEFA-B prófið. Fundurinn fer fram í fundarsal ÍSÍ fimmtudaginn 8. janúar klukkan 18:00, en UEFA-B prófið sjálft fer fram 24. janúar. Á fundinum geta þjálfarar fræðst um uppbyggingu prófsins og spurt um atriði sem tengjast UEFA-B þjálfaragráðunni. Þjálfarar sem ætla í UEFA-B prófið eru sérstaklega hvattir til að mæta og einnig þeir sem hyggjast taka UEFA-A (næstu þjálfaragráðu UEFA) í framtíðinni. Aðgangur er ókeypis. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ (siggi@ksi.is).