• fim. 20. nóv. 2003
  • Landslið

Góð úrslit í San Francisco

Íslenska landsliðið gerði markalaust jafntefli gegn Mexíkó í vináttulandsleik í nótt. Liðið lék vel, sýndi mikla baráttu og vilja, og verða þetta að teljast glæsileg úrslit gegn landsliði Mexíkó sem er í 5. sæti á styrkleikalista FIFA, sem birtur var í gær. Leikurinn þótti jafn og spennandi og skiptust færi leiksins jafnt milli liðanna. Þrír leikmenn léku sinn fyrsta A-landsleik fyrir Ísland, Kristján Sigurðsson var í byrjunarliðinu, en þeir Björgólfur Takefusa og Ólafur Ingi Skúlason komu inn á sem varamenn.