• þri. 21. okt. 2003
  • Landslið

U19 karla - Ísland komst ekki áfram

Ísland komst ekki upp úr sínum riðli í undankeppni EM U19 karla sem fram fór í Moldavíu, þrátt fyrir 3-2 sigur á heimamönnum í lokaumferðinni. Hollendingar sigruðu í riðlinum en Ísland og Ísrael voru jöfn að stigum í 2. - 3. sæti. Ísraelar komast áfram þar sem þeir unnu innbyrðis viðureign þjóðanna.

Mótareglur UEFA kveða á um að innbyrðis viðureignir gildi þegar tvö eða fleiri lið eru jöfn að stigum, en ekki markatala úr öllum leikjum í riðlinum eins og gildir í mótum hér á landi og segir í grein 3.7 í (Stöðutafla mótsins hér á vefnum er því ekki rétt hvað þetta varðar þar sem mótakerfi KSÍ er forritað samkvæmt innlendum forsendum).

Leikskýrslan | Hópurinn | Dagskrá