U19 karla - Tap gegn Ísraelum
U19 landslið karla tapaði í dag 1-2 gegn Ísraelum í öðrum leik sínum í undankeppni EM, en riðill Íslands fer fram í Moldavíu. Ísraelar skoruðu fyrst á 23. mínútu leiksins, en Hjálmar Þórarinsson jafnaði metin tveimur mínútum síðar. Ísraelar skoruðu svo sigurmark sitt aðeins tveimur mínútum eftir jöfnunarmarkið. Ísraelska liðið var sterkara í fyrri hálfleik, en í þeim síðari var íslenska liðið nær því að skora. Í hinum leik riðilsins gerðu Hollendingar og Moldóvar markalaust jafntefli. Næsti leikur Íslands er á þriðjudag gegn gegn heimamönnum og á sama tíma leika Hollendingar og Ísraelar og hefjast leikirnir kl. 12:00 að íslenskum tíma.