Hefur þú rétt á að fara í UEFA-B prófið?
Í janúar verður haldið UEFA-B próf fyrir þjálfara. Hér að neðan má sjá þær reglur sem gilda um þátttökurétt á prófinu:
- | Allir sem hafa lokið KSÍ- IV hafa þátttökurétt á UEFA- B prófinu. |
- | Þeir sem luku E-stigi eða seinni hluta D-stigs á síðustu 3 árum hafa líka þátttökurétt á prófinu. |
- | Þeir þjálfarar sem luku E-stigi eða seinna hluta D-stigs fyrir meira en 3 árum síðan þurfa að sækja um þátttökurétt til fræðslunefndar KSÍ og þar skal koma fram endurmenntun og þjálfun þeirra síðastliðin 3 ár (þetta má gera á tölvupósti: (siggi@ksi.is). |
- | Þeir sem hafa lokið fyrri hluta D-stigs þurfa að sitja KSÍ- IV (7. - 9. nóvember) til að mega taka prófið. |