• fim. 09. okt. 2003
  • Fræðsla

UEFA-B prófinu frestað fram í janúar

Fræðslunefnd KSÍ hefur tekið þá ákvörðun að fresta UEFA-B prófinu sem var fyrirhugað þann 22. nóvember næstkomandi og í staðinn verður prófið haldið í janúar. Þetta var gert fyrst og fremst vegna þess að þjálfarar hafa komið þeim óskum á framfæri að þeir vilji meiri tíma til undirbúnings fyrir prófið. KSÍ vill koma til móts við þjálfara og því hefur verið ákveðið að bjóða upp á undirbúningsfund fyrir prófið sem auglýstur verður síðar. Að auki eru komnar nýjar reglur um þátttökurétt á UEFA-B prófinu sem KSÍ þarf tíma til að kynna fyrir þjálfurum og því kemur frestunin sér vel fyrir alla aðila.

Nýju reglurnar um þátttökurétt á UEFA-B prófinu verða birtar eftir helgi. Nánari upplýsingar um UEFA-B prófið veitir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ (siggi@ksi.is).