• fim. 09. okt. 2003
  • Landslið

Lokaumferðin á laugardag - Dregið í umspil á mánudag

Lokaumferðin í undankeppni EM 2004 fer fram á laugardag og fara báðir leikir 5. riðils (Þýskaland - Ísland og Skotland - Litháen) fram á sama tíma, eða kl. 15:00 að íslenskum tíma. Ef Ísland sigrar í leiknum er sæti í úrslitakeppninni tryggt, burtséð frá úrslitum í leik Skotlands og Litháens. Ef Skotland vinnur ekki Litháen kemst Ísland í umspil, burtséð frá því hvort um tap eða jafntefli yrði að ræða í Hamburg. Dregið verður í umspil mánudaginn 13. október og er um opinn drátt að ræða - 10 lið sem höfnuðu í 2. sæti í sínum riðli öll í sama hatti.