Lehmann eini "útlendingurinn"
Markvörðurinn Jens Lehmann er sá eini í þýska landsliðshópnum gegn Íslandi sem leikur með félagi utan Þýskalands, en hann leikur sem kunnugt er með enska liðinu Arsenal. Allir aðrir leikmenn í 18 manna hópi Þjóðverja leika í þýsku Bundesligunni. Íslenski hópurinn er hins vegar eilítið dreifðari um lönd Evrópu, en leikmennirnir 20 leika í 6 löndum - Íslandi, Noregi, Belgíu, Englandi, Svíþjóð og Þýskalandi.