• lau. 27. sep. 2003
  • Landslið

U19 kvenna - Ísland áfram með fullt hús stiga

U19 landslið kvenna er komið áfram í milliriðla í undankeppni EM. Liðið lagði Tékka í lokaleik sínum í undankeppninni í dag og sigraði þar með í riðlinum með fullt hús stiga. Sif Atladóttir skoraði sigurmark Íslands á 89. mínútu leiksins. Ísland verður í milliriðli með þremur öðrum liðum - Þjóðverjum og liðinu sem verður í öðru sæti í þriðja riðli og Ungverjum sem urðu í örðu sæti í áttunda riðli. Leikið verður í milliriðlum 19. - 25. apríl á næsta ári.

Leikskýrslan