Sigur hjá A kvenna í hörkuleik í Póllandi
A landslið kvenna sigraði Pólland í undankeppni EM í dag, en leikurinn fór fram í Bydgoszcz í Póllandi. Íslenska liðið var sterkara í fyrri hálfleik, þrátt fyrir að lenda undir eftir aðeins 10 sekúndur, og leiddi 3-1 í leikhléi, en jafnræði var með liðunum í þeim síðari og náðu Pólverjarnir að minnka muninn í eitt mark áður en yfir lauk. Mörk Íslands í dag gerðu þær Olga Færseth, Margrét Lára Viðarsdóttir og Ásthildur Helgadóttir. Ísland hefur nú 10 stig eftir 5 leiki og er efst í riðlinum.