• fös. 26. sep. 2003
  • Landslið

U17 karla - Öruggur sigur á Litháum

U17 landslið karla vann í dag öruggan 5-1 sigur á Litháum í undankeppni EM, en riðillinn fer einmitt fram í Litháen. Íslenska liðið hafði frá upphafi öll völd á vellinum og var sigurinn aldrei í hættu. Rúrik Gíslason gerði 2 mörk í leiknum, en þeir Bjarki Már Sigvaldason, Theodór Elmar Bjarnason og Matthías Vilhjálmsson gerðu eitt mark hver. Leikur Rússa og Albana hefst kl. 12:30 að íslenskum tíma og ef Rússar, sem unnu Litháa 5-0 í sínum fyrsta leik, vinna eða gera jafntefli er íslenska liðið komið áfram í keppninni, en tvö lið fara áfram í milliriðla.

Leikskýrslan