• fös. 26. sep. 2003
  • Fræðsla

Háttvísidagur FIFA á laugardag

Laugardaginn 27. september verður háttvísidagur Alþjóða Knattspyrnusambandsins (FIFA Fair Play Day) haldinn hátíðlegur í 7. sinn, en hann var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1997. Minnt verður á háttvísidaginn um allan heim með ýmsum hætti.

Háttvísi er nokkuð sem aldrei má gleymast í knattspyrnu, því háttvísi er veigamikill þáttur í því að gera knattspyrnuna að vinsælustu íþróttagrein í heimi. Á háttvísidegi minna leikmenn, þjálfarar, dómarar og knattspyrnuáhugafólk um allan heim á að besta leiðin til að leika knattspyrnu er að leika af háttvísi. Háttvísi er það sem gerir knattspyrnuna þess virði að leika hana. Hjálpumst því öll að við að gera háttvísidag FIFA eftirminnilegan!