• fim. 25. sep. 2003
  • Landslið

U19 kvenna - Ísland í efsta sæti

U19 landslið kvenna lagði Slóvaka 5-3 í öðrum leik sínum í undankeppni EM og tyllti sér þar með á topp riðilsins, sem fer einmitt fram í Slóvakíu. Íslenska liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og gerði 3 mörk á fyrstu 17 mínútum leiksins, en þar voru að verki Dóra María Lárusdóttir, Harpa Þorsteinsdóttir og Dóra Stefánsdóttir. Slóvakar minnkuðu muninn í eitt mark áður en Nína Ósk Kristinsdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir gerðu út um leikinn með tveimur mörkum í síðari hálfleik. Undir lok leiksins náðu Slóvakar síðan að skora þriðja mark sitt. Síðasti leikur Íslands er á laugardag gegn Tékklandi og hefst hann kl. 09:00 að íslenskum tíma.

Leikskýrslan