Frá stjórn knattspyrnudeildar KA
Vegna ummæla þjálfara meistaraflokks KA í knattspyrnu og eins leikmanns í garð Kristins Jakobssonar dómara eftir leik KA og ÍA í VISA-bikarkeppninni síðastliðinn miðvikudag vill stjórn knattspyrnudeildar KA koma eftirfarandi á framfæri:
Knattspyrnudeild KA harmar að þessi ummæli hafi verið látin falla í hita leiksins og hefur Kristinn Jakobsson verið beðinn afsökunar á þeim bæði af stjórn deildarinnar sem og þjálfara og leikmanni, Kristinn Jakobsson er drengur góður og efast enginn um hæfileika hans sem dómara enda hefur hann verið einn af okkar bestu dómurum um árabil.