Byrjunarlið A kvenna gegn Póllandi
Helena Ólafsdóttir, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur valið byrjunarlið íslands gegn Póllandi í undankeppni EM. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli á laugardag og hefst kl. 16:00. Tvær breytingar eru á liðinu frá því í leiknum gegn Frökkum, Björg Ásta Þórðardóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir koma inn í liðið í stað Emblu Grétarsdóttur og Eddu Garðarsdóttur.
Lið Íslands (4-4-2)
Markvörður: Þóra B. Helgadóttir.
Varnarmenn: Málfríður Sigurðardóttir, Erla Hendriksdóttir, Íris Andrésdóttir og Björg Ásta Þórðardóttir.
Tengiliðir: Hólmfríður Magnúsdóttir, Ásthildur Helgadóttir (fyrirliði), Laufey Ólafsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir.
Framherjar: Olga Færseth og Hrefna Jóhannesdóttir.