Íslenskir dómarar erlendis
Íslenskir dómarar verða á tveimur leikjum í undankeppni EM U21 landsliða karla á þriðjudag. Í Serbíu/Svartfjallalandi mætast heimamenn og Ítalir, en þar dæmir Kristinn Jakobsson. Kristni til aðstoðar verða Einar Guðmundsson og Gunnar Gylfason, en fjórði dómari verður Gísli Hlynur Jónsson. Gylfi Þór Orrason er dómari í viðureign Norður-Írlands og Armeníu. Honum til halds og trausts eru aðstoðardómararnir Eyjólfur Finnsson og Einar Sigurðsson og fjórði dómari er síðan Jóhannes Valgeirsson. Þess má einnig geta að Geir Þorsteinsson verður eftirlitsmaður á leik Slóvakíu og Makedóníu í undankeppni EM 2004 á miðvikudag.