50 ára afmæli UEFA - Golden Player
Árið 2004 heldur UEFA upp á 50 ára afmæli sitt. Lagt er mikið kapp á að öll 52 aðildarlöndin taki virkan þátt í hátíðahöldunum og því hefur UEFA m.a. óskað eftir því að öll aðildarlönd sambandsins tilnefni þann knattspyrnumann frá viðkomandi landi sem skarað hefur hvað mest fram úr á síðastliðnum 50 árum, eða frá stofnun UEFA árið 1954. Stjórn KSÍ hefur valið Ásgeir Sigurvinsson sem þann leikmann sem skarað hefur mest fram úr meðal íslenskra knattspyrnumanna á síðastliðnum 50 árum. |