• þri. 02. sep. 2003
  • Landslið

Þrír í hópnum skiptu um félag

Þrír af þeim 20 leikmönnum sem valdir voru í íslenska landsliðshópinn fyrir viðureignina gegn Þjóðverjum í undankeppni EM skiptu um félag áður en frestur til þess rann út. Jóhannes Karl Guðjónsson fór frá spænska liðinu Real Betis til Wolves á Englandi á lánssamningi, Indriði Sigurðsson fór frá Lilleström til Genk í Belgíu, og Pétur Marteinsson sneri á ný til Svíþjóðar til að leika með Hammarby, en var áður hjá enska liðinu Stoke City.

Hópurinn | Dagskrá | U21 hópur | U21 Dagskrá