Ísland í efsta sæti 5. riðils
A landslið karla sigraði Færeyinga 2-1 í undankeppni EM kvöld, miðvikudagskvöld, en leikurinn fór fram í Þórshöfn í Færeyjum. Með sigrinum tyllti Ísland sér í efsta sæti 5. riðils með 12 stig, einu stigi meira en Þjóðverjar, sem eiga einn leik til góða. Eiður Smári Guðjohnsen kom íslenska liðinu yfir á 5. mínútu eftir góðan einleik, en Rógvi Jacobsen jafnaði metin með skalla á 65. mínútu eftir mikla pressu Færeyinga. Pétur Marteinsson tryggði síðan íslenskan sigur með marki eftir hornspyrnu á 71. mínútu. Ísland á nú tvo leiki eftir í riðlinum, báða gegn Þjóðverjum, á Laugardalsvelli 6. september og í Hamburg 11. október. |