Aldrei tapað gegn Færeyingum
A-landslið karla mætir Færeyingum í undankeppni EM miðvikudaginn 20. ágúst næstkomandi. Leikurinn fer fram í Þórshöfn í Færeyjum og hefst kl. 18:10 að íslenskum tíma. Þjóðirnar hafa mæst 19 sinnum og hefur öllum leikjunum nema einum lyktað með sigri Íslands. Í eina skiptið sem Ísland sigraði ekki varð niðurstaðan markalaust jafntefli, árið 1984, en sá leikur fór einmitt fram í Þórshöfn í Færeyjum.