• lau. 02. ágú. 2003
  • Landslið

U17 karla - Sigur á Færeyingum

U17 landslið karla vann í dag Færeyinga með fjórum mörkum gegn engu í leik um 7. sætið á Opna NM sem lauk í Noregi í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik, þar sem m.a. vítaspyrna fór forgörðum hjá íslenska liðinu, náði liðið að skora fjögur mörk í þeim síðari. Mörkin skoruðu Gunnar Kristánsson (63.), Rúrik Gíslason (69.) og Grímur Björn Grímsson (79. og 80.).

Í öðrum leikjum um sæti unnu Svíar Englendinga 3-1 í leik um 5. sætið, Norðmenn unnu Finna með sömu markatölu í leik um 3. sætið og Danir unnu Skota 1-0 í úrslitaleiknum og urðu því Norðurlandameistarar 2003.