• fös. 01. ágú. 2003
  • Landslið

U17 kvenna - Markajafntefli við Svía

U17 landslið kvenna gerði í morgun jafntefli við Svía í leik um sæti á Ólympíuhátíð æskunnar í París. Íslenska liðið skoraði fyrst og var þar að verki Harpa Þorsteinsdóttir á 4. mínútu og var það eina mark fyrri hálfleiks. Í byrjun þess síðari skoruðu Svíar tvívegis en Björk Gunnarsdóttir jafnaði fyrir íslenska liðið, Svíar skoruðu aftur en Margrét Lára Viðarsdóttir jafnaði úr víti. Enn komust Svíar yfir en Margrét Lára skoraði sitt annað mark og jafnaði leikinn aftur og þannig lauk leiknum 4-4. Í vítaspyrnukeppni sem fylgdi skoruðu Svíar úr öllum 5 spyrnum sínum en ein spyrna misfórst hjá íslenska liðinu sem tók svo ekki síðustu spyrnu sína og Svíar unnu 5-3 í vítaspyrnukeppninni.