Sýkna í kæru
Dómstóll KSÍ hefur tekið fyrir kæru vegna leiks Hamars og Árborgar í 3. deild karla B-riðli, sem fram fór 26. júní síðastliðinn. Árborg kærði leikinn á þeim forsendum að lið Hamars hafi verið ólöglega skipað. Dómstóll KSÍ féllst ekki á kröfur kæranda og úrskurðaði að úrslit leiksins skyldu standa. Smellið hér að neðan til að skoða málið nánar.