• fös. 20. jún. 2003
  • Fræðsla

Viðtöl á fræðsluvefnum

KSÍ mun öðru hvoru birta viðtöl á fræðsluvefnum við þjálfara og aðra sem tengjast knattspyrnunni. Viðtölin eru hugsuð þannig að þau séu lærdómsrík og fræðandi fyrir þá sem tengjast knattspyrnunni á Íslandi. Fyrsta viðtalið er við Mist Rúnarsdóttur, þjálfara 5. og 6. flokks kvenna um eflingu kvennaknattspyrnunar í Þrótti Reykjavík. Í viðtalinu kemur m.a. fram að hjá Þrótti hefur stelpum sem æfa knattspyrnu fjölgað um 238% á tveimur árum. Viðtalið má sjá á fræðsluvefnum ef smellt er á Skýrslur og viðtöl.