Byrjunarlið Íslands gegn Litháen
Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Litháen í undankeppni EM í Kaunas í dag. Ein breyting er á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Færeyjum, Brynjar Björn Gunnarsson kemur inn fyrir Indriða Sigurðsson. Leikaðferðin sú sama, en með eilítið breyttum áherslum. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á RÚV.
Byrjunarlið Íslands (3-5-2):
Markvörður: Árni Gautur Arason.
Varnarmenn: Lárus Orri Sigurðsson, Guðni Bergsson, Hermann Hreiðarsson.
Tengiliðir: Þórður Guðjónsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Rúnar Kristinsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Arnar Þór Viðarsson.
Framherjar: Eiður Smári Guðjohnsen (fyrirliði), Helgi Sigurðsson.