• lau. 07. jún. 2003
  • Landslið

Dýrmætur sigur

Ísland vann dýrmætan 2-1 sigur á Færeyingum í undankeppni EM á Laugardalsvellinum í dag, laugardag, fyrir framan rúmlega 6.000 áhorfendur. Íslenska liðið er nú með 6 stig eftir fjóra leiki, tveimur færri og Skotar sem eru í 2. sæti, en íslenska liðið á einn leik til góða.

Fyrri hálfleikur var mjög góður af hálfu íslenska liðsins og liðið stórnaði ferðinni. Eiður Smári Guðjohnsen átti þrjú færi, en í öllum tilfellum fór boltinn rétt framhjá hægri stöng færeyska marksins. Í upphafi síðari hálfleiks var hið sama uppi á teningnum og eftir að aukaspyrna Eiðs Smára hafnaði í slánni fylgdi Helgi Sigurðsson vel á eftir og skoraði sitt 10. mark fyrir landsliðið. Eftir þetta komust Færeyingar meira inn í leikinn og náðu að jafna metin þegar rúm klukkustund var liðin af leiknum. Það var síðan Tryggvi Guðmundsson sem tryggði íslenskan sigur með glæsilegum skalla þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Myndasyrpa