• mið. 04. jún. 2003
  • Fræðsla

Vel sótt ráðstefna

Um 60 manns sóttu sameiginlega ráðstefnu KSÍ og ÍSÍ um þjálfun barna í knattspyrnu, "Á eftir bolta kemur barn", er haldin var laugardaginn 31. maí síðastliðinn. Ráðstefnan fór vel fram og fóru þar saman áhugaverðir fyrirlestrar og skemmtilegar umræður. Áætlað er að hafa þessa ráðstefnu árlega en þó með mismunandi umræðuefni í hvert skipti. Þátttakendum á ráðstefnunni gafst tækifæri til að skrifa niður spurningar og senda til KSÍ og verða svörin við þeim sett inn á fræðsluvefinn á næstu dögum. KSÍ þakkar ÍSÍ og Eimskip samstarfið í kringum ráðstefnuna og öllum fyrirlesurum og þátttakendum fyrir þátttöku sína. Þeir sem ekki komust á ráðstefnuna geta haft samband við KSÍ til að fá námskeiðsgögnin.