Sameiginleg ráðstefna KSÍ og ÍSÍ
Laugardaginn 31. maí næstkomandi halda KSÍ og ÍSÍ saman ráðstefnu um þjálfun barna í knattspyrnu á Hótel Loftleiðum. Á ráðstefnunni koma m.a. fram þekktir knattspyrnuþjálfarar og leikmenn og ræða um þjálfun barna í knattspyrnu að 12 ára aldri. Stefnt er á að að gera ráðstefnuna að árvissum viðburði ef vel tekst til. Ráðstefnan stendur yfir frá 13.00 til 17.00, er öllum opin og aðgangur er ókeypis, en þó þurfa þátttakendur að skrá sig með því að senda tölvupóst á andri@isisport.is. Þjálfarar og foreldrar barna í knattspyrnu eru boðnir sérstaklega velkomnir. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna veitir , fræðslustjóri KSÍ.