• fös. 16. maí 2003
  • Fræðsla

"Knattspyrna - Leikur án fordóma"

KSÍ ásamt stuðningi UEFA og Mastercard hefur nú hrundið af stað átaksverkefni sem fengið hefur nafnið "Knattspyrna - Leikur án fordóma". Átaksverkefnið er þríþætt og miðar að því að útrýma fordómum úr knattspyrnunni á Íslandi, koma í veg fyrir einelti og leggja áherslu á heiðarlegan leik og framkomu. Áhorfendur í Landsbankadeildinni munu sjá skilti og flögg á leikjum til að minna á þetta átaksverkefni, auk þess sem gefinn verður út fræðslubæklingur, plaköt og fleira til að styrkja þetta átak.

Nánar