Nýtt þjálfaraforrit til sölu
KSÍ hefur tekið til sölu nýtt þjálfaraforrit sem heitir Homeground, er á ensku og er mjög einfalt í notkun. Í forritinu er hægt að vinna með liðsuppstillingar og liðsfundi, fara yfir föst leikatriði, færslur leikmanna og búa til hreyfimyndir (animation). Einnig er hægt að búa til ótakmarkaðan fjölda af æfingum í forritinu og skiptast á æfingum við aðra þjálfara sem eiga forritið með því að senda þær sem viðhengi í tölvupósti. KSÍ mun setja inn Homeground æfingar á fræðsluvefinn innan tíðar og mun þjálfurum þannig gefast tækifæri á að sækja sér æfingar og senda inn æfingar fyrir aðra ef þeir eiga forritið.
Homeground kostar aðeins 5.000 krónur og krefst mjög lítillar tölvukunnáttu. Hægt er að sækja prufuútgáfu af Hjemmebanen, sem er danska útgáfan af Homeground, með því að smella hér og gildir hún í 30 daga. Áhugasamir hafi samband við Sigurð Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóra KSÍ (siggi@ksi.is).