Markmaður - Færni og þjálfun
KSÍ hefur sent öllum aðildarfélögum sínum eintök af bókinni Markmaður - Færni og þjálfun, en hún er einnig afhend öllum sem sækja KSÍ III (C-stigs) þjálfaranámskeið. Það er oft þannig að þjálfurum finnst þeim sjálfum vanta ákveðna þekkingu til að þjálfa markmenn vel þar sem flestir þjálfarar voru útileikmenn sjálfir. Það er því von KSÍ að þessi bók muni hjálpa þjálfurum við þjálfun sinna markvarða. Þess má geta að KSÍ gefur bókina einnig öllum helstu bókasöfnum landsins.
Markmaður - Færni og þjálfun er norsk bók að uppruna, gefin út af norska knattspyrnusambandinu árið 1995, en þýdd yfir á íslensku af Bjarna Sigurðssyni, fyrrverandi landsliðsmarkmanni.