Leyfiskerfi KSÍ - Leyfisráð frestar fundi
Leyfisráð kom saman í dag, en samkvæmt leyfishandbók KSÍ skal úrskurður leyfisráðs liggja fyrir eigi síðar en 1. apríl. Leyfisráð ákvað að fresta fundi þar sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur ekki formlega samþykkt leyfishandbók KSÍ. UEFA hefur lýst því yfir að fyrstu leyfishandbækur knattspyrnusambanda í Evrópu verði samþykktar í apríl. KSÍ væntir þess að leyfishandbók KSÍ verði í hópi þeirra bóka sem fyrstar verða samþykktar. Gert er ráð fyrir að leyfisráð komi aftur saman 8. apríl.
Nánar má lesa um leyfiskerfi KSÍ með því að smella á tengilinn hér að ofan, en félög í efstu deild karla í sumar þurfa að hafa útgefið þátttökuleyfi samkvæmt leyfiskerfi KSÍ.