Skotar höfðu betur
Skotar lögðu Íslendinga í undankeppni EM á Hampden Park í Glasgow í dag með tveimur mörkum gegn einu. Heimamenn voru mun sterkari í fyrri hálfleik og komust yfir strax á 12. mínútu með marki frá Kenny Miller eftir fyrirgjöf frá hægri. Í upphafi síðari hálfleiks var allt annað að sjá til íslenska liðsins og á 49. mínútu jafnaði Eiður Smári Guðjohnsen metin þegar hann fékk frábæra sendingu yfir vörnina frá Jóhannesi Karli Guðjónssyni. Í kjölfarið fengu Eiður Smári og Bjarni Óskar Þorsteinsson ágæt marktækifæri sem ekki nýttust. Þeir skosku náðu yfirhöndinni að nýju eftir þetta og Lee Wilkie gerði sigurmarkið á 70. mínútu, aftur eftir fyrirgjöf frá hægri.