• lau. 29. mar. 2003
  • Landslið

Áhugaverð liðsuppstilling gegn Skotum

Atli Eðvaldsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt gegn Skotlandi í í dag og er óhætt að segja að um áhugaverða uppstillingu sé að ræða. Leikið verður með fimm manna vörn og framherjaparið er af teknískara taginu, Rúnar Kristinsson og Eiður Smári Guðjohnsen. Leikurinn fer fram á hinum fræga Hampden Park leikvangi í Glasgow og hefst kl. 15:00. Leikurinn er sýndur beint á RÚV. Í kvöld mætast síðan Þjóðverjar og Litháar í Nürnberg.

Lið Íslands gegn Skotlandi (5-3-2)

Markvörður: Árni Gautur Arason.

Varnarmenn: Bjarni Óskar Þorsteinsson, Arnar Þór Viðarsson, Lárus Orri Sigurðsson, Ívar Ingimarsson og Guðni Bergsson..

Tengiliðir: Jóhannes Karl Guðjónsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Arnar Grétarsson.

Framherjar: Rúnar Kristinsson (fyrirliði) og Eiður Smári Guðjohnsen.