• fös. 28. mar. 2003
  • Landslið

U21 karla - Skotar sterkari

Skotar voru Íslendingum yfirsterkari þegar U21 landslið þjóðanna áttust við í undankeppni EM í Cumbernauld í kvöld. Heimamenn höfðu yfirhöndina nær allan leikinn og skoruðu eina mark leiksins á 69. mínútu. Varamaðurinn Ólafur Páll Snorrason var nálægt því að jafna fyrir Ísland skömmu síðar, en boltinn fór í skoskan varnarmann, þaðan í þverslána og yfir markið. Þjóðverjar eru efstir í riðlinum, hafa unnið báða sína leiki líkt og Skotar, en Ísland er án stiga eftir þrjá leiki.