Skotar tilkynna leikmannahópinn
Berti Vogts, landsliðsþjálfari Skota, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Íslandi í Glasgow 29. mars og Litháen á útivelli 2. apríl. Um er að ræða 18 manna hóp og leika 10 úr hópnum á Englandi, þar af 6 með úrvalsdeildarliðum, en aðrir leika með skoskum liðum. Tveir nýliðar eru í hópnum, markvörðurinn Neil Alexander og varnarmaðurinn Andy Webster.
Stór U21 hópur
Rainer Bonhof valdi 24 leikmenn í U21 landsliðshóp Skota fyrir viðureignirnar við Ísland og Litháen, en í hópnum eru þó einungis tveir nýliðar. Sjö úr hópnum leika með enskum liðum, en aðrir með skoskum.