• lau. 15. mar. 2003
  • Landslið

U21 kvenna - Svíar höfðu betur

U21 landslið kvenna tapaði 1-3 gegn Svíum í vináttulandsleik í Egilshöll í dag, laugardag. Jafnræði var með liðunum lengst af leiknum og góð færi á báða bóga. Dóra María Lárusdóttir náði forystunni fyrir Ísland eftir um stundarfjórðung, en meira var ekki skorað í fyrri hálfleik. Um miðjan síðari hálfleikinn jöfnuðu gestirnir og náðu síðan að bæta við tveimur mörkum áður en yfir lauk. Frammistaða íslenska liðsins var góð og sýndu stúlkurnar prýðisgóða knattspyrnu á köflum, en úthaldið virtist bresta þegar leið á síðari hálfleik, enda hafa þær sænsku leikið fjölmarga leiki að undanförnu og eru greinilega í feiknaformi.