• fös. 07. mar. 2003
  • Landslið

Úlfar ráðinn þjálfari U21 kvenna

Úlfar Hinriksson hefur verið ráðinn þjálfari U21 landsliðs kvenna næstu tvö árin og verður hann einnig aðstoðarmaður Helenu Ólafsdóttur, þjálfara A-landsliðs kvenna. Úlfar, sem er íþróttakennari að mennt, hefur lokið E-stigs námskeiði í knattspyrnuþjálfun á vegum KSÍ. Undanfarin ár hefur hann þjálfað yngri flokka hjá Breiðabliki, auk þess að vera nýtekinn við stöðu tæknistjóra hjá félaginu. Fyrsta verkefni Úlfars með U21 liðið er vináttulandsleikur Íslands og Svíþjóðar 15. mars næstkomandi, en leikurinn fer fram í Egilshöll.