UEFA-B próf - Í fyrsta lagi næsta sumar
Undanfarið hafa áhugasamir þjálfarar spurst fyrir um hvenær hið svokallaða UEFA-B próf í þjálfaramenntun verður lagt fyrir. Þeim sem lokið hafa fyrstu fjórum þjálfaranámskeiðum KSÍ mun bjóðast í framtíðinni að taka þetta skriflega próf, en það mun ekki verða haldið fyrr en í fyrsta lagi í sumar. Eins og sjá má neðar í fréttum á heimasíðunni var KSÍ að senda frá sér breytta umsókn að UEFA-B gráðunni og mun sú umsókn verða tekin fyrir á fundi UEFA í maí næstkomandi. Fari svo að samþykki fáist mun fræðslunefnd KSÍ ákveða dagsetningu fyrir UEFA-B prófið og gefa þjálfurum góðan fyrirvara til að lesa undir prófið.