Litlar breytingar á styrkleikalista FIFA
Litlar breytingar eru á febrúar-útgáfu styrkleikalista FIFA. Brasilíumenn eru efstir sem fyrr, Frakkar í öðru sæti og Spánverjar í því þriðja. Meira en helmingur þjóðanna á topp 50 koma frá Evrópu, eða 26. Ísland er sem stendur í 60. sæti, fer upp um eitt sæti frá því í janúar.