Niðurstöður ársþings
Misskilnings hefur gætt með afgreiðslu nokkurra tillagna á nýliðnu ársþingi KSÍ.
Í fyrsta lagi þá verður engin breyting fyrirkomulagi keppni í Coca-Cola bikar karla árið 2003. Hins vegar var samþykkt að stjórn KSÍ leggi fram tillögu á ársþingi KSÍ 2004 þess efnis að undaúrslit fari fram á heimavelli þess liðs sem dregst á undan. Til þess að þessi breyting verði að veruleika þarf samþykki ársþings KSÍ.
Í öðru lagi var samþykkt tillaga um ferðajöfnunarsjóð í landsdeildum í meistaraflokki enda fáist kostnaðurinn greiddur úr ríkissjóði.
Í þriðja lagi þá var samþykkt á þinginu að stjórn KSÍ kanni gaumgæfilega kosti þess og galla að varalið félaga geti tekið þátt í Íslandsmóti í meistaraflokki og skili niðurstöðu fyrir ársþing 2004. Í þessu sambandi er rétt að geta þess að stjórn KSÍ skal einnig kanna möguleika þess að breyta keppnisfyrirkomulagi í 1. flokki til að koma til móts við þarfir þeirra félaga sem vilja aukin verkefni fyrir stóran leikmannahóp sinn.
57. ársþing KSÍ - 8. febrúar
Tillögur og önnur mál - Niðurstaða
Tillögur frá milliþinganefnd KSÍ
= Tillagan var samþykkt.
Tillaga til ályktunar
- Leyfiskerfi í Símadeild karla
= Tillagan var samþykkt.
Tillaga til ályktunar um breytingu á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót
- Bikarkeppni í meistaraflokki karla
= Tillaga Fram og KR var dregin til baka.
Tillaga til ályktunar
- Varalið í meistaraflokki karla
= Lögð var fram breytingartillaga um að stjórn KSÍ kanni málið betur, sem var samþykkt.
Tillaga til ályktunar
- Dómari í 1. deild kvenna skipaður af KSÍ
= Tillagan var samþykkt.
Nefnd um breytta aldursskiptingu í 2. flokki karla
= Niðurstaðan var kynnt fyrir þingfulltrúum. Nefndin telur ekki ástæðu til að breyta aldursskiptingu í 2. flokki karla að svo stöddu.
Tillaga um breytingu á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót
= Tillagan var samþykkt.
Tillaga um breytingu á lögum KSÍ
= Tillagan var samþykkt.
Tillaga til ályktunar
= Tillagan var samþykkt. Stjórn KSÍ munflytja tillögu á ársþingi2004 um breytingu á reglugerð um knattspyrnumót þess efnis að undanúrslit fari fram á heimvöllum viðkomandi liða. Til þess að breytingin verði að veruleika þarf sú tillaga samþykki ársþingsins.
Tillaga til ályktunar
- Jöfnunarsjóður vegna ferðakostnaðar í deildarkeppni
= Tillagan var samþykk með þeirri breytingu að við bætist: "enda komi greiðslan úr ríkissjóði."
Tillaga um breytingu á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót
- Bikarkeppni KSÍ í meistaraflokki karla
= Tillaga stjórnar KSÍ um að breyta 32 liða úrslitum var felld.